“Eftir að hafa æft og keppt í lengri tíma fer maður að læra inn á hvað hentar og hvað ekki og þess vegna mælum við með SBD vörunum”.

“Við þekkjum vörurnar vel og höfum notað þær í lengri tíma við æfingar og keppni með góðum árangri.”

Eigendur og rekstraraðilar SBD á Íslandi eru Júlían J. K. Jóhannsson og Ellen Ýr Jónsdóttir.

Hannað fyrir þau bestu, nýtist fólki flestu

Þó að við þróun SBD búnaðarins sé unnið með fremstu þjálfurum heims, heilbrigðisstarfsfólki og öðru fagfólki er fyrst og fremst hlustað á íþróttafólkið.

Það er í raun bara íþróttafólkið í fremstu röð sem getur fyrir vissu sagt hvort SBD vörurnar séu í raun góðar. Og SBD er sannarlega þakklátt fyrir að svo margt íþróttafólk í fremstu röð treystir á vörurnar á hverjum einasta degi.

Væntingar þess íþróttafólks sem treystir á SBD hafa mótað vörurnar sem breyttu leiknum í kraftaíþróttum á borð við kraftlyftingar, aflraunir, ólympískar lyftingar og fleiri. SBD leggur upp úr því að setja sama metnað í vöruþróun og framleiðslu eins og íþróttafólkið leggur í æfingar sínar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með næmt auga fyrir smáatriðum

Lögð hefur verið áhersla á að hanna og framleiða vörur sem skila árangri í æfingum og keppni, í samstarfi við íþróttafólk í fremstu röð, þjálfara og heilbrigðisstarfsfólk.

Hvort sem það eru efnin sem vörurnar eru unnar úr eða aðferðirnar sem notaðar eru – þá er það vegna einlægs áhuga á yfirburða gæðum.

Framleitt í hjarta Englands

SBD framleiðir vörur sínar í hjarta Yorkshire, þar sem bresk frumkvöðlahugsun og ástríða fyrir framleiðslunni kemur saman í vörunum sem svo margt íþróttafólk treystir á.

Með nýrri tækni og þekktum aðferðum hafa SBD vörurnar unnið hug þeirra sem hyggja á aukinn styrk og aukið hreysti.

Á meðan SBD hefur stækkað hefur stjórn fyrirtækisins lagt áherslu á að fjárfesta í framleiðslunni og framleiðslutækjum til að tryggja samkeppnishæfi og framúrskarandi vörur.